Prýðifélagið Skjöldur, Skerjafjordur

Prýðifélagið Skjöldur er samtök íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar. Prýðifélagið Skjöldur var stofnað fyrir 12 árum og um markmið þess segir í lögum félagsins:



  • Að standa vörð um þá sameiginlegu hagsmuni íbúanna sem lúta að umhverfis- og skipulagsmálum og vinna að framfaramálum í hverfinu í samræmi við sjónarmið íbúa.

  • Að glæða almennan áhuga á sögu og sérkennum hverfisins og hlúa að menjum þess og náttúrusérkennum.

  • Að stuðla að prýði í hverfinu og samheldni meðal íbúanna.

  • Að starfa með borgaryfirvöldum og öðrum opinberum aðilum sem fara með málefni hverfisins og íbúa þess.

  • Að vera samstarfs- og samráðsvettvangur íbúa og stuðla að samstarfi við íbúasamtök annarra hverfa.


Á síðunni "Stjórn Skjaldar" eru nöfn og netföng allra stjórnarmanna. Í borða þessarar vefsíðu er mynd af manni í ræðustól með veifu á stöng upp úr púltinu. Í raun eru þetta göturnar í Skerjafirði sem búa til þess mynd án þess að nokkuð þurfi að eiga við hana. Stjórn Prýðifélagsins telur að þetta sé Skjöldur sjálfur að halda ræðu um málefni hverfisins.

Um bloggið

Prýðifélagið Skjöldur Skerjafirði

Íbúasamtök Skerjafjarðar

Prýðifélagið

Prýðifélagið Skjöldur, Skerjafjordur

er samtök íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P8140350
  • P8140354
  • P8140353
  • P8140348
  • P8140346

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband