Lög Prýðifélagsins Skjaldar

1. Félagið heitir Prýðifélagið Skjöldur, samtök íbúa Skerjafjarðar sunnan flugbrautar. Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

2. Markmið félagsins eru eftirfarandi:

  • Að standa vörð um þá sameiginlegu hagsmuni íbúanna sem lúta að umhverfis- og skipulagsmálum og vinna að framfaramálum í hverfinu í samræmi við sjónarmið íbúa.
  • Að glæða almennan áhuga á sögu og sérkennum hverfisins og hlúa að menjum þess og náttúrusérkennum.
  • Að stuðla að prýði í hverfinu og samheldni meðal íbúanna.
  • Að starfa með borgaryfirvöldum og öðrum opinberum aðilum sem fara með málefni hverfisins og íbúa þess.
  • Að vera samstarfs- og samráðsvettvangur íbúa og stuðla að samstarfi við íbúasamtök annarra hverfa.

3. Allir íbúar sem eiga lögheimili, lóðir eða húseignir í Skerjafirði sunnan flugbrautar og eru 18 ára og eldri hafa kjörgengi og atkvæðisrétt á fundum félagsins.

4. Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins og kýs fimm aðalmenn og tvo varamenn í stjórn til tveggja ára. Stjórn skiptir sjálf með sér verkum. Þá kýs aðalfundur einn endurskoðanda.

Aðalfund skal haldinn á bilinu 1. september til 31. október á hverju ári. Til hans skal boðað með minnst viku fyrirvara með dreifibréfi til íbúa hverfisins þar sem tilgreind eru staður, stund og dagskrá fundarins.

Á aðalfundi skal stjórn gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs og leggja fram endurskoðaða reikninga fyrir það tímabil. Auk þess leggur hún fram fjárhagsáætlun og reifar áætlun um meginþætti félagsstarfsins á komandi starfsári.

Auk þess er á aðalafundi hægt að ræða og álykta um önnur þau mál sem samræmast markmiði félagsins, en til afgreiðslu þar koma einungis þau mál sem hafa verið kunngjörð með aðalfundarboði.
Lagabreytingar öðlast því aðeins gildi að 2/3 hlutar atkvæðisbærra fundarmanna á aðalfundi samþykki þær.

Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi þar sem tillögunnar er getið í fundarboði og 2/3 hlutar atkvæðisbærra fundarmanna samþykki hana. Verði samþykkt að leggja félagið niður skal varðveita eignir þess í banka þar til annað félag er stofnað með sambærilegum tilgangi á félagssvæðinu.

5. Stjórn félagins fer með æðsta vald þess milli aðalfunda og skipuleggur félagsstarfið, ber ábyrgð á fjárreiðum félagsins og boðar til aðalfunda og almennra félagsfunda.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund kýs stjórnin formann og skiptir að öðru leyti með sér verkum. Auk þess getur hún skipað starfshópa vegna einstakra verkefna. Hún skal halda a.m.k. fjóra stjórnarfundi á hverju starfsári.

Stjórninni ber að kynna sér eins og kostur er þau skipulagsáform og þær opinberu framkvæmdir sem augljóslega varða fyrrnefnda almenna hagsmuni íbúanna. Ber henni að gera félagsmönnum grein fyrir þeim áformum og er hún málsvari þeirra gagnvart viðeigandi yfirvöldum.

Ef 20 félagsmenn óska skriflega eftir almennum félagsfundi um ákveðið málefni skal stjórnin undirbúa og halda slíkan fund með tilteknu fundarefni innan 10 daga frá því að óskin kom fram.

6. Lög þessi öðlast þegar gildi við samþykki meirihluta stofnfundar félagsins, fimmtudaginn 1. september 1994. Breytingar á lögum félagsins öðlast gildi þegar við samþykki áskilins meirihluta aðalfundar 2008.


Um bloggið

Prýðifélagið Skjöldur Skerjafirði

Íbúasamtök Skerjafjarðar

Prýðifélagið

Prýðifélagið Skjöldur, Skerjafjordur

er samtök íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8140350
  • P8140354
  • P8140353
  • P8140348
  • P8140346

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband