Nágrannavarsla

nagrannavarslaÍ byrjun nóvember 2008 var verkefni um nágrannavörslu í Skerjafirði formlega stofnað af Prýðifélaginu Skildi, hverfisráði Vesturbæjar, hverfislögreglunni í Vesturbæ og Vesturgarði, þjónustumiðstöð Vesturbæjar.

Hér að neðan eru nánari upplýsingar um verkefnið og helstu tengiliði.

Allir íbúar eru hvattir til að hafa samband við sína götustjóra (sjá lista að neðan) eða við svæðisstjóra til að fá allar frekari upplýsingar um hvað felst í þátttöku og hvernig allir geta lagt sitt af mörkum til að auka öryggi í hverfinu.

Hvað er Nágrannavarsla?
Nágrannavarsla felst í stuttu máli í því að íbúar fá fræðslu og fallast á beiðni nágranna sinna um að líta eftir húsum/eigum í tímabundnum fjarvistum. Íbúar hafa frumkvæði að því að kynna nýjum íbúum í götunni samskiptakerfið og upplýsa um hvar frekari upplýsinga er að leita. Nágrannavarsla hefur þegar skilað sér í fækkun afbrota á þeim svæðum sem hafa stofnað slík verkefni, einkum innbrotum en einnig færri skemmdarverkum og minna veggjakroti.

Nágrannavarsla skilar árangri
Húsnæði sem stendur autt til lengri tíma getur verið auðvelt skotmark innbrotsþjófa en hægt er að grípa til ýmissa ráðstafana til að draga úr líkum á innbroti. Einnig er gott að geta leitað til nágranna þegar farið er í frí og fá þá til að líta til með húsnæðinu. Alltaf eru einhverjir heima í nágrenninu og því sjálfsagt að tala við góða granna, láta þá vita þegar menn verða fjarverandi um lengri tíma og biðja þá að hafa augun opin fyrir vafasömum mannaferðum.

Innbrotsþjófur sem sér að fylgst er með ferðum hans er yfirleitt fljótur að koma sér burt. Það getur oft skipt lögreglu miklu máli að fá lýsingu á mönnum og bifreiðum og bílnúmer. Þannig getur athugull nágranni bæði stuggað við þjófi og gefið lögreglunni upplýsingar. Það er betra að hringja einu sinni of oft í lögreglu með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan. Til eru fjölmörg dæmi þess að innbrot hafa verið upplýst vegna þess að nágrannar voru vel vakandi og höfðu auga með húsum nágranna sinna og létu lögreglu vita um grunsamlegar ferðir manna og bifreiða.

Það hefur oft gerst að menn hafa hringt dyrabjöllum og þegar komið er til dyra hafa þessir menn spurt eftir einhverjum með nafni og sagt að þeir hafi átt að taka hann með í vinnu eða eitthvað álíka. Þegar sagt var að enginn slíkur byggi þar hafa mennirnir afsakað sig með að hafa farið götuvillt. Stundum hafa þessir menn notað aðrar afsakanir og ástæður. Þarna eru menn oft að kanna hvort einhver sé heima í húsinu með það í huga að brjótast inn. Ástæða er til að benda fólki á að vera á verði gagnvart svona mönnum, fylgjast með ferðum þeirra og tilkynna til lögreglu.

Góður granni getur t.d.:
• Fylgst með að póstur safnist ekki upp í bréfalúgu.
• Sett sorp í ruslatunnu yfirgefna hússins.
• Lagt bíl í heimreiðina.
• Dregið frá og fyrir gluggatjöld.
• Kveikt og slökkt ljós.

Aðalatriðið er að hringja í neyðarnúmer lögreglu: 112
Öðrum og minna brýnum upplýsingum má einnig koma til götustjóra eða svæðisstjóra (sjá að neðan) sem koma svo ábendingum áfram til lögreglu.

Góð ráð af vef lögreglunnar

Svæðisstjóri:
Ívar Pálsson, Skildinganesi 28, sími 899-5558, ip@sea.is

Götustjórar:

Bauganes:
Gunnhildur Ólafsdóttir, Bauganesi 1a, sími 892 5651 gola@hagaskoli.is

Baugatangi:
[áhugasamir hafi samband við svæðisstjóra]

Einarsnes:
Björn Júlíusson, Einarsnesi 48, sími 551 7123, bjul@mi.is

Fáfnisnes:
Benedikt Magnússon,Fáfnisnesi 10, sími 898 6561, bm@sk3.is

Gnitanes:
[áhugasamir hafi samband við svæðisstjóra]

Skeljanes:
[áhugasamir hafi samband við svæðisstjóra]

Skeljatangi:
[áhugasamir hafi samband við svæðisstjóra]

Skildinganes:
Ívar Pálsson, Skildinganesi 28, sími 899-5558, ip@sea.is

Skildingatangi:
[áhugasamir hafi samband við svæðisstjóra]

Tengiliður hjá lögreglu:
Ásgeir Pétur Guðmundsson, hverfislögreglumaður Vesturbæjar
s. 444 1163, netfang: asgeir.gudmundsson@lrh.is

Tengiliður við Reykjavíkurborg:
Trausti Jónsson, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar,
netfang: trausti.jonsson@reykjavik.is


Um bloggið

Prýðifélagið Skjöldur Skerjafirði

Íbúasamtök Skerjafjarðar

Prýðifélagið

Prýðifélagið Skjöldur, Skerjafjordur

er samtök íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8140350
  • P8140354
  • P8140353
  • P8140348
  • P8140346

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband