Þjónustuskrá hverfisins

Nágrannavarsla í Skerjafirði
Svæðisstjóri: Ívar Pálsson, Skildinganesi 28, s. 899 5558, ip@sea.is
Sjá lista yfir götustjóra á vefsíðu verkefnisins

Leikskólinn
Leikskólinn Skerjagarður við Bauganes

Grunnskólar 
Enginn grunnskóli er í hverfinu en því er þjónað af Melaskóla (1. til 7. bekkur) og Hagaskóla (8. til 10. bekkur). Melaskóli tók við af gamla Skildinganesskólanum árið 1946. Skólabíll ekur um Bauganes og Einarsnes með börn til og frá Melaskóla.

Heilsugæsla
Heilsugæslustöðin Seltjarnarnesi er hverfisstöðin fyrir Vesturbæ og Skerjafjörð.

Vesturgarður - þjónusta Reykjavíkurborgar
Þjónustumiðstöð Vesturbæjar og Skerjafjarðar er Vesturgarður og sinnir alhliða upplýsingamiðlun, skólamálum, innritunum í leikskóla og upplýsingum um daggæslu í heimahúsum, félagslegri þjónustu ofl.

Hverfisráð Vesturbæjar
Upplýsingar um fulltrúa í Hverfisráði Vesturbæjar, hlutverk hverfisráða og fasta viðtalstíma.

Hreinsun, snjómokstur og fleira
Hverfismiðstöð Framkvæmdasviðs Reykjavíkur Njarðargötu tekur m.a. við ábendingum um eftirfarandi: Skemmdir á yfirborði gatna, gangstétta og gangstíga, skemmd umferðarmerki, þörf á hálkueyðingu eða snjóruðningi, ónógar götumerkingar, hreinsun gatna og opinna svæða, grasslátt, viðhald leiksvæða og hreinsun veggjakrots.

Þjónustmiðstöð Framkvæmdasviðs Reykjavíkuborgar sér almennt m.a. um snjómokstur, bæði á götum og gangstígum. Á vef þjónustumiðstöðvar eru m.a. birt kort á pdf formi sem sýna þjónustu- og forgangsáætlanir við snjómokstur og hálkueyðingu á götum og gangstígum. Þá má hlaða niður word skjali með upplýsingum um vetrarþjónustu og skiptingu gatna og gangstíga í þjónustustig.

Almenningssamgöngur
Leið 12 þjónar Skerjafirði og ekur frá Skeljanesi beina leið á Lækjartorg og þaðan upp á Hlemm. Endastöð er Ártún/Mjódd.

Löggæsla
Stóraukin áhersla á sýnilega löggæslu og hverfislöggæslu eru meðal markmiða nýs lögregluembættis höfuðborgarsvæðisins.

Hverfislögregluþjónn Vesturbæjar er Ásgeir Pétur Guðmundsson
s. 444 1163, netfang: asgeir.gudmundsson@lrh.is


Um bloggið

Prýðifélagið Skjöldur Skerjafirði

Íbúasamtök Skerjafjarðar

Prýðifélagið

Prýðifélagið Skjöldur, Skerjafjordur

er samtök íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P8140350
  • P8140354
  • P8140353
  • P8140348
  • P8140346

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband