Föstudagur, 19. desember 2008
Áramótablysför og brenna Skerfirðinga
Kyndla vora hefjum hátt, horfið kveðjum ár!
Skerfirðingar, ásamt vinum sínum og vandamönnum, hittast að venju á gamlárskvöld, minnast liðins árs og fagna því nýja með blysför og brennu. Milli jóla og nýárs verður gengið í hús í hverfinu og kyndlar boðnir til sölu til styrktar brennusjóðnum okkar.
Heitt súkkulaði í Skógarróló kl. 20:30
Í ár ætlum við að hittast kl. 20:30 á Skógarróló, þ.e. í trjálundinum bak við Bauganes 12 (sjá kort hér að neðan). Þar verður boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma (og styrkt ef vill).
Blysför kl. 21:00 brenna kl. 21:15
Blysförin hefst kl. 21:00 (sjá kort á baksíðu). Brennustæðið er á bakkanum neðan við Skildinganes 52. Sigvaldi Kaldalóns stjórnar fjöldasöng og Einar Rúnarsson leikur undir á harmoniku. Brennu-stjóri er að venju Hákon Ólafsson.
Engir flugeldar á brennu!
Munið að af öryggisástæðum er öll meðferð flugelda og annarra skotelda sem hætta stafar af bönnuð við brennuna og í næsta nágrenni við hana. Þar er aðeins leyfilegt að nota stjörnuljós og blys (þó ekki skotblys).
Um bloggið
Prýðifélagið Skjöldur Skerjafirði
Færsluflokkar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.