Sumarhátíð Skerjafjarðar 13. ágúst 2011: Takið frá!

Kæru Skerfirðingar.

Sumarhátíð Skerjafjarðar sunnan flugvallar verður haldin

laugardaginn 13. ágúst 2011.

Vinsamlegast takið þann eftirmiðdag frá fyrir skemmtun með nágrönnunum.

Dagskrá verður auglýst síðar, en þangað til getur þú t.d. smíðað kassabíl og kannski æft þitt einka- skemmtiatriði! Komið með tillögur, takk...

Sjáumst hress síðla sumars.

Sjáið hér myndir frá hverfishátíðinni 14/8/2010

Stjórn Prýðifélagsins Skjaldar

Loftmynd


Gamlárskvöld í Skerjafirði

Gamlárskvöld í Skerjafirði

 

Hlökkum til að sjá ykkur klukkan níu á Nonnatúni – kveðjum árið saman!

 

Ágætu Skerfirðingar og félagsmenn í Prýðifélaginu Skildi. Kyndilsalan er nú orðin helsta fjáröflun félagsins eftir að borgin hætti að styrkja okkur. Vinsamlegast takið vel á móti sölufólkinu og styrkið félagið með kaupum á kyndlum og/eða framlögum í brennusjóðinn.


Verð á einum styrktarkyndli er kr. 800. Tveir kosta kr. 1500 og fjórir kosta aðeins kr. 2.990.-

Gengið verður í hvert hús í hverfinu okkar. Framlög í brennusjóðinn eru vel þegin. Þeir sem ekki hafa handbært fé geta greitt þau og fyrir kyndlana með því að leggja inn á reikning Prýðifélagsins Skjaldar: 0137-26-028834 , kt. 571094-2749 (vinsaml. tilgreinið heimilisfang í skýringarreit ef greitt er fyrir kyndla með millifærslu).


Kyndilgangan hefst með stuttri dagskrá kl. 21.00 á Nonnatúni. Eftir ræðu Bjargar Kjartansdóttur, formanns Prýðifélagsins, leiðir Sigvaldi sönginn og félagið býður upp á kakó og meððí. Þá verða veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið.


Um kl. 21:30 verður kveikt í brennunni við Skerjarfjörð. Söngur, gleði og gaman.


Kveðja, Stjórnin.

Við erum líka á Facebook

P.s. Fótboltavöllurinn ”Nonnatún” (nefndur eftir einhverjum gutta sem á ömmu og afa í hverfinu) er í miðju hverfinu, á milli Bauganess og Skildinganess.


Stjórnarfundur 1. des. 2010

Stjórnarfundur Prýðifélagsins Skjaldar, 1. desember 2010

Fundurinn hófst kl. 21:00 og var haldinn heima hjá Björg Kjartansdóttur. Mættir voru auk hennar; Sigvaldi Kaldalóns, Ingvar Vilhjálmsson, Reynir Guðmundsson, Ívar Pálsson, Jens Pétur Jensen og Hildur Arna Hjartardóttir.

Kosning í embætti:  Björg Kjartansdóttir var kosin formaður, Hildur ritari og Ingvar gjaldkeri.  Að auki var Ívar skipaður fréttabréfstjóri og Jens verður áfram vefstjóri www.skerjafjordur.is.

Árámótabrennan. Áveðið var að bera út fréttabréf til íbúa Skerjafjarðar á fyrsta virka degi milli jóla og nýárs og taka niður pantanir á kyndlum og framlögum í brennusjóð um leið. Samþykkt að brennan skyldi haldin að 31.12. með upphitun á Nonnatúni (sjá neðar).

    Ívar ætlar að taka sér að útbúa fréttabréfið þar sem ný stjórn félagsins verður kynnt, ásamt dagskrá gamlárskvölds (brenna, kakó, söngur og kyndil-ganga) ásamt því hvenær sala á kyndlunum fer fram, verð þeirra o.fl. Sigvaldi okkar mun teka að sér að sjá um sönginn eins og venjulega, bæði á Nonnatúni og við brennuna, ásamt því að dreifa söngtextum.

    Hildur tekur að sér að kanna verð á kyndlum í Europris og víðar. Fyrri ár hefur Fannar hefur séð um kyndlakaup. Ráð er að ræða við hann. Jafnframt athuga hvort til séu stærri kyndlar sem hægt er að stinga í jörð og lýsa upp túnið við upphaf göngunnar.

    Reynir ætlar að taka að sér um að sækja um leyfi fyrir brennuna.

    Jens tekur að sér að kanna með bíl fyrir kvöldið (tala við Ottó) til þess að nota undir veitingar ofl. Einnig að athuga hvort hægt er að hafa lýsingu á Nonnatúni.

    Björg tekur að sér að útvega kakó og meðí! Eftir er að ræða við Hákon brennustjóra.

    Athugið að ákveðið var að upphaf brennugöngunnar yrði að þessu sinni á Nonnatúni (nýja fótboltavellinum) því of þröngt var um mannskapinn í fyrra. Þá var ákveðið að byrja upphitunina fyrir gönguna kl. 21:00 stundvíslega. Eftir er að skipuleggja göngu í hús til að selja kyndla og safna í brennusjóð (kakó og meðí).

Fjárhagsstaða félagsins Rætt var að kanna hvort fyrirtæki með lögheimili í Skerjafirði væru til í að veita félaginu styrki í formi auglýsinga. Ath fyrir næsta fund hvaða fyrirtæki eru skráð í Skerjafirði.

Umræða átti sér stað um að hvort taka ætti upp valkvæðar greiðslur í heimabanka sem sendar yrðu íbúum Skerjafjarðar til að safna fé starfsemi félagsins s.s. í brennu- og kyndlasjóð. Ingvar og Hildur ætla að taka að sér að kanna kostnað við þetta og finna kt. íbúa í Skerjafirði, og hvernig framkvæmdin gæti orðið á þessu.

Bætt umhverfi í Skerjafirði. Ákveðið að ræða við fulltrúa Besta flokksins, og íbúa Skerjafjarðar, er situr í borgarstjórn um þessi mál. Ingvar tekur að sér að finna út nafn fulltrúans og heimsækja hann.

Fleira var ekki tekið fyrir á þessum fyrsta fundi nýrrar stjórnar og var honum slitið um kl. 22:45. Fundagerð þessa ritaði Björg Kjartansdóttir (Jens yfirfór og verður því kennt um þetta klór).

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Prýðifélagið Skjöldur Skerjafirði

Íbúasamtök Skerjafjarðar

Prýðifélagið

Prýðifélagið Skjöldur, Skerjafjordur

er samtök íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • P8140350
  • P8140354
  • P8140353
  • P8140348
  • P8140346

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband