Gamlárskvöld í Skerjafirði

Gamlárskvöld í Skerjafirði

 

Hlökkum til að sjá ykkur klukkan níu á Nonnatúni – kveðjum árið saman!

 

Ágætu Skerfirðingar og félagsmenn í Prýðifélaginu Skildi. Kyndilsalan er nú orðin helsta fjáröflun félagsins eftir að borgin hætti að styrkja okkur. Vinsamlegast takið vel á móti sölufólkinu og styrkið félagið með kaupum á kyndlum og/eða framlögum í brennusjóðinn.


Verð á einum styrktarkyndli er kr. 800. Tveir kosta kr. 1500 og fjórir kosta aðeins kr. 2.990.-

Gengið verður í hvert hús í hverfinu okkar. Framlög í brennusjóðinn eru vel þegin. Þeir sem ekki hafa handbært fé geta greitt þau og fyrir kyndlana með því að leggja inn á reikning Prýðifélagsins Skjaldar: 0137-26-028834 , kt. 571094-2749 (vinsaml. tilgreinið heimilisfang í skýringarreit ef greitt er fyrir kyndla með millifærslu).


Kyndilgangan hefst með stuttri dagskrá kl. 21.00 á Nonnatúni. Eftir ræðu Bjargar Kjartansdóttur, formanns Prýðifélagsins, leiðir Sigvaldi sönginn og félagið býður upp á kakó og meððí. Þá verða veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið.


Um kl. 21:30 verður kveikt í brennunni við Skerjarfjörð. Söngur, gleði og gaman.


Kveðja, Stjórnin.

Við erum líka á Facebook

P.s. Fótboltavöllurinn ”Nonnatún” (nefndur eftir einhverjum gutta sem á ömmu og afa í hverfinu) er í miðju hverfinu, á milli Bauganess og Skildinganess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Prýðifélagið Skjöldur Skerjafirði

Íbúasamtök Skerjafjarðar

Prýðifélagið

Prýðifélagið Skjöldur, Skerjafjordur

er samtök íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • P8140350
  • P8140354
  • P8140353
  • P8140348
  • P8140346

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband