Sumarhátíð 20. júní nk. - ærin verkefni

Sælir kæru Skerfirðingar!
 
Hinn 20. júní nk. höldum við árlega sumarhátíð í Skerjafirði. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði, leikir og fjör fyrir börnin um miðjan daginn og grill og samvera um kvöldið.
 
Einnig stendur til að brydda upp á ýmsum nýjungum, t.d. að byrja daginn með sjósundi og Müllers-æfingum eða útileikfimi af einhverju tagi á Græna svæðinu, sögugöngum um hverfið með fróðum Skerfirðingum o.s.frv.
 
Lumið þið á fleiri góðum hugmyndum sem þið viljið ólm hjálpa til við að koma í kring? Prýðifélagið þiggur alla aðstoð með þökkum, bæði við undirbúning á næstu vikum sem og uppsetningu á tjaldi og grillum, matseld, og tónlist þegar stóri dagurinn rennur upp. Hver vill t.d. taka að sér að útbúa sönghefti og hverjir vilja stjórna söng eða spila undir á gítar eða önnur hljóðfæri?
 
Loks væri afspyrnugott og gaman að fá fólk til að koma með hugmyndir að, stjórna og taka þátt í leikjum með börnunum.
 
Bestu kveðjur ævinlega,
Ásdís (s. 8666773) og Ottó (s. 8986736)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Prýðifélagið Skjöldur Skerjafirði

Íbúasamtök Skerjafjarðar

Prýðifélagið

Prýðifélagið Skjöldur, Skerjafjordur

er samtök íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • P8140350
  • P8140354
  • P8140353
  • P8140348
  • P8140346

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband