Skerjafjarðarhátíðin verður 14. ágúst

Stjórn Skjaldar ákvað á fundi sínum í kvöld að Skerjafjarðarhátíðin verði haldin laugardaginn 14. ágúst. Dagskráin verður kynnt síðar hér á vefnum, en segja má frá því að meðal skemmtiatriða verður kassabílakeppni, fótbolti milli FS og foreldra, sjósund og jafnvel sjóstangveiði frá ströndinni. Allir sem taka taka þátt í kassabílakeppninni fá verðlaunapening. Um kvöldið verður grillað, spilað og sungið eins og venjulega. Skerfirðingar eru hvattir til fjölmenna oghefja undirbúning snemma með tiltekt í sínu næsta umhverfi, og hugmyndin er að halda allsherjartiltektardag í vikunni fyrir hátíðina. Veislutjald og hljóðkerfi verður sett upp á Nonnatúni eins og í fyrra. Í lokin má geta þess að þegar er búið að redda diskókúlu!

Stjórnin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Prýðifélagið Skjöldur Skerjafirði

Íbúasamtök Skerjafjarðar

Prýðifélagið

Prýðifélagið Skjöldur, Skerjafjordur

er samtök íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • P8140350
  • P8140354
  • P8140353
  • P8140348
  • P8140346

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband