Sumarhátíð Skerjafjarðar 14. ágúst

p8140339.jpgSkerfirðingar héldu árlega sumarhátíð sína 14. ágúst. Hún þótti takast einkar vel enda vel til undirbúningsins vandað og veðrið eins og best verður á kosið. Hér fyrir neðan má sjá dagskrána og stutta lýsingu á lyktum hvers liðar hennar fyrir sig.

Nýung: Meiningin er að koma á litakeppni milli gatna árlega, eins og þekkist í þorpum úti á landi. Stillið upp áberandi hlutum í ykkar lit og auðkennið þannig göturnar. Litir gatnanna verða þessir: Rauður: Skildingas, Baugatangi, Bauganes. Gulur: Einarsnes og Gnítanes. Blár: Skeljatangi, Skildingatangi, Skeljanes og Fáfnisnes.

Dagskrá sumarhátíðarinnar 2010

p8140287.jpg10.00 Sjósund. Synnt verður út frá minnismerkinu eins og í fyrra. Umsjón Ottó. Sjósundinu lauk um 10.40. Átta karlmenn og ein kona synntu, þar af komu tvö frá Sjósundfélagi Reykjavíkur og voru okkur til halds og trausts. Ottó og Jens voru fyrstir í sjóinn. Peyjarnir Garðar, Stefán Kári og Ýmir héldu uppi merki ungu kynslóðarinnar. Hópur áhorfenda (aðalega eiginkonur) hvöttu sundgarpana. Frábært veður gerði sundið léttara en sumir höfðu óttast. Gott að þessu er lokið :). 

 

 

p8140296.jpg11.30 Kassabílakeppni. Startlínan er við Skerjagarð. Keppnisbrautin verður hrikaleg enda hönnuð af Ottó mótorhjólakappa. Flottasti, fljótasti og athyglisverðasti bílinn valinn. 12.10. Keppninni er lokið, þátttaka var mjög góð. Hvorki fleiri né færri en 11 kassabílar mættu til leiks, hver öðrum flottari. Sumir voru ógnvænlegir og einn spúði marglitum reyk, einn draugbíll með hauskúpu hrellti keppendur, annar var fagurblár allur úr járni, þá var einn var á þremur hjólum og svo mátti líka sjá gamlan antík-kassabíl sem er hinn vandaðasti gripur með stýri úr sportbíl. Úrslit urðu þessi: 1. sæti Axel og Gunnar. 2. Nonni og systir hans. 3. Garðar og Aron. Einnig voru veitt sérstök verðlaun fyrir flottheit og frumlegheit. Allir þátttakendur eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt. Kassabílakeppnin í Skerjó á enga sína líka.

p8140313.jpg12.00 Sun-fun flóamarkaður Skerjó. Nokkrir upprennandi verslunarmenn stilltu upp varningi í tjaldinu á Nonnatúni. Þetta er nýr liður á Skerjafjarðarhátíðinni, sem etv þarf að auglýsa betur. En eins og máltækið segir, mjór er mikils vísir.

12.30 Krakkaleikir á Nonnatúni. Leikir fyrir alla ærslabelgi og smáfólk í umsjón foreldra. Pylsur og drykkir í boði Skjaldar.

15.00 Sjóstöng. Kastað frá ströndinni við ITR. Keppt í veiði og tilburðum. Makrílbeita í boði félagsins. Heiðursverðlaun, handtak og jafnvel koss í boði formannsins. Stórstraumsfjara setti strik í reikninginn. Engin veiði möguleg. Þeir sem mættu voru sammálu um að sjaldan hefðu þeir séð jafn mikla fjöru.

p8140319.jpg16.00 (flýtt um klukkustund frá áður auglýstri dagskrá) FS gegn foreldrum. Fótboltaleikur milli FS og foreldra á fjöruvellinum (stóra vellinum). Þetta verður einn aðalviðburður dagsins. Foreldrum er bannað að klæðast takkaskóm, en mega mæta í KR-búningi. FS-ingar nú er að duga eða drepast! 17:00. Leiknum lauk með jafntefli 1:1 eftir 50 mínútna leik. Lið foreldra skoraði fljótlega í fyrri hálf-leik og annað mark í síðari hálf-leik sem var dæmt af (leikmaður skoraði með hægri). FS skoraði úr vítaspyrnu í síðari hálf-leik er hendi var dæmd á einn atkvæðamesta leikmann foreldra. FS átti fjölmörg færi, sérstaklega í seinni hálfleik, en átti við nokkuð ofurefli að etja þar sem allmikill stærðarmunur var á leikmönnum. Leikurinn var jafn og á tíðum æsispennandi.

p8140342.jpg19.00 - 02.00 Kvöldskemmtun. Grill og gos, kvöldvaka og söngur í veislutjaldinu fram eftir kvöldi.

Samantekt. Kvöldskemmtunin tókst afbragðsvel. Þátttaka var yfir meðallagi og um tíma var setið við hvert borð. Þegar flest var má því reikna með að milli 50 og 60 manns hafi verið í tjöldunum. Sungið var upp úr sönghefti Tryggva Karls við undirleik harmónikku- og (Eggerts) gítarleikara. Ottó formaður hélt þessar fínu ræðu og þakkaði m.a. járnsmiðnum sem smíðaði tunnugrillið fyrir félagið í sjálfboðavinnu, en eins og sannaðist er mikill fengur af því.  Laust fyrir miðnætti var ákveðið að sameinast yfir í annað veislutjaldið og loka því fyrir vindi og regni. Þeir hressustu héldu gleði sinni til um klukkan tvö er ljósin voru slökkt. Um morguninn mætti svo harðsnúinn hópur vaskra manna (Ottó, Jens, Eyjólfur og Fannar) og tóku tjöldin saman.

Óskilamunir s.s. 2 nördabyssur, barnastígvél, dömuskyrta! tvennar peysur og forláta derhúfu má nálgast hjá Ottó formanni. Talsverð vinna liggur í undirbúningi og frágangi vegna Skerjafjarðarhátíðarinnar og hér með er öllum sem löggðu hönd á plóginn þakkað fyrir.

Það er mál manna að Skerjafjarðarhátíðin 2010 hafi tekist einkar vel. Næsta skemmtun á vegum Skjaldar er, ef að líkum lætur, kyndilgangan að áramótabrennunni. Hins vegar þyrfti fyrir þann tíma að snyrta og fegra leiksvæðið í garðinum, sem liggur að Nonnatúni. Hér með er óskað eftir dugnaðarforkum í það verkefni.

Sjá fleiri myndir í myndaalbúminu Hverfishátíð Skerjafjarðar 2010.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Prýðifélagið Skjöldur Skerjafirði

Íbúasamtök Skerjafjarðar

Prýðifélagið

Prýðifélagið Skjöldur, Skerjafjordur

er samtök íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • P8140350
  • P8140354
  • P8140353
  • P8140348
  • P8140346

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband