Jónuróló í Skerjafirði

Á velheppnaðri nýárshátíð Skerfirðinga steig Margrét Gunnarsdóttir formaður Skjaldar á stokk við upphaf blysfarar og kynnti þá tillögu stjórnar að leiksvæðið milli Einarsness og Skildinganess verði hér eftir nefnt Jónuróló eftir Jónu M. Sigurjónsdóttur, frumkvöðli meðal dagmæðra, sem lengi notaði þetta leiksvæði enda búsett að Skildinganesi 4. Tillögunni var vel fagnað og einnig vel tekið af borgaryfirvöldum þegar hún var kynnt þeim enda kjörið að borgin heiðri minningu fyrsta formanns samtaka dagmæðra í Reykjavík. Leiksvæðið hefur lengi gengið undir gælunafninu Aparóló meðal barna hverfisins en uppruni þess heitis er leiktæki sem löngu er horfið. Því er tímabært að leiksvæðið fái formlegt nafn sem tengist sögu hverfisins.

Á vef séra Sigurðar Árna Þórðarsonar má lesa nánar um æviágrip Jónu M. Sigurjónsdóttur.


Brennu og blysför frestað vegna veðurs - athugað á morgun kl. 18

Á fundi lögreglustjóra, veðurstofu og brennustjóra í morgun var ákveðið að fresta því að kveikja í brennum vegna veðurútlits. Því verður ekkert af fyrirhugaðri blysför Skjaldar í kvöld.

Ákveðið var að kanna með veðurhorfur á morgun, Nýársdag og ákveða þá hvort kveikt verður í brennum kl. 18:00. Verði það raunin munu Skerfirðingar koma saman á leik- og útivistarsvæðinu milli Einarsness og Skildinganess (sjá kort í næstu færslu fyrir neðan) kl. 17:30 og undirbúa hefðbundna blysför með heitu súkkulaði. Dagskráin verður svo óbreytt í framhaldi af því.

Gleðilega hátíð í kvöld og farið varlega með skotelda í rokinu.

Sjáumst vonandi á morgun til að fagna saman nýju ári en ákvörðun um brennur höfuðborgarsvæðisins verður væntanlega tilkynnt í öllum fjölmiðlum um miðjan daginn.


Blysför og brenna á gamlárskvöld

Skerfirðingar, ásamt vinum og vandamönnum, ætla að kveðja árið með blysför og skemmtilegustu brennu höfuðborgarsvæðisins á strönd Skerjafjarðar. Milli jóla og nýárs verður gengið í hús í hverfinu og hinir ómissandi kyndlar boðnir til sölu og safnað verður í brennusjóð.

Blysför - Nýr staður og tími:
Aparóló kl. 20:30

Við hittumst öll kl. 20:30 á Aparóló, útivistar- og leiksvæðinu milli Einarsness og Skildinganess (sjá kort hér að neðan). Þar verður boðið upp á heitt súkkulaði með hefðbundnum „varmagjafa“ fyrir þá sem það kjósa. Blysförin leggur af stað kl. 20:50 eftir stígnum yfir á Skildinganes, þaðan út á Bauganes og að brennunni.

Brenna og söngur:
Kveikt í kl. 21:00

Brennustæðið er á bakkanum neðan við Skildinganes 52 (sjá kort hér að neðan). Blysfarar kveikja sjálfir í brennunni með kyndlum sínum kl. 21.00, sem er hálftíma síðar en venja er. Söngtextar verða á staðnum auk hljóðfæraleikara og forsöngvara. Brennustjóri er að venju Hákon Ólafsson.

Forsjálir geta hlaðið söngtextum niður hér og prentað út fyrir kvöldið

Gamlárskvöld 07

Kyndlasala brennusjóðs milli jóla og nýárs
Gengið í hús hverfisins

Brennusjóður Skjaldar stendur undir tryggingum og öðrum kostnaði við skemmtunina. Tekjulind hans er sala á kyndlum ásamt frjálsum framlögum í bauk brennusjóðsins svo við biðjum Skerfirðinga að taka vel á móti sölufólki sem gengur í hús hverfisins milli jóla og nýárs (muna að hafa reiðufé). Verð kyndilsins er aðeins 500 kr. en baukurinn góði tekur að sjálfsögðu við frjálsum framlögum.

Um leið og kyndlarnir eru seldir biðjum við íbúa um netföng sem geta auðveldað okkur öll samskipti vegna ýmissa félags- og hagsmunamála hverfisins okkar (sjá næstu færslu hér á undan).


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Prýðifélagið Skjöldur Skerjafirði

Íbúasamtök Skerjafjarðar

Prýðifélagið

Prýðifélagið Skjöldur, Skerjafjordur

er samtök íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8140350
  • P8140354
  • P8140353
  • P8140348
  • P8140346

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband