Netfangasöfnun Skjaldar

Til að auðvelda okkur öll samskipti vegna félags- og hagsmunamála í hverfinu ætlum við að biðja íbúa að skrá netföng sín hjá kyndlasölufólki þegar gengið er í hús milli jóla og nýárs.

Þeir sem missa af kyndlasölu og netfangasöfnun eru hvattir til að senda tölvupóst til Arnars, ritara Skjaldar, í netfangið arnarg@gmail.com.

Fullum trúnaði heitið

Prýðifélagið Skjöldur heitir því að láta netföngin aldrei í hendur þriðja aðila og nota þau ekki til neins annars en beinna samskipta við íbúa um málefni hverfisins.

Von okkar er að fá netföng nægjanlega margra íbúa til að geta gefið út rafrænt fréttabréf og notað þessa vefsíðu félagsins til að efla samskipti innan hverfisins. Stjórnin getur þá gert íbúum viðvart þegar eitthvað er á döfinni og fengið viðbrögð beint frá íbúum.


Ný stjórn Prýðifélagsins Skjaldar

Á nýafstöðnum aðalfundi Prýðifélagsins Skjaldar urðu miklar breytingar á stjórn. Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður; Ívar Pálsson, ritari; Ásta Lára Leósdóttir, gjaldkeri og Sigríður Ragna Sigurðardóttir hættu öll í stjórn og eru þeim færðar bestu þakkir Prýðifélagsins fyrir gott starf.

Ný stjórn Skjaldar hefur komið saman á sínum fyrsta fundi, skipt með sér verkum og lagt drög að verkefnunum framundan. Útdráttur úr fundargerðum stjórnar mun birtur hér á vefnum eftir hvern fund.

Stjórnin er nú þannig skipuð:

Formaður: Margrét Gunnarsdóttir

Ritari: Arnar Guðmundsson

Gjaldkeri: Ásdís Káradóttir

Fannar Jónsson

Harpa Stefánsdóttir

Sigrún Kaya Eyfjörð

Örnólfur Thorsson


Aðalfundur mánudaginn 22. október kl. 17:30 í Neskirkju

Prýðifélagið Skjöldur býður alla íbúa Skerjafjarðar sunnan flugbrautar velkomna á aðalfund. Hann verður haldinn í Nýja torginu, Neskirkju við Hagatorg. Heitt á könnunni og skemmtilegt spjall við nágrannana um málefni hverfisins.

Dagskrá

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Skýrsla formanns og umræður um hana
  3. Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum félagsins
  4. Kosning nýrrar stjórnar
  5. Önnur mál

Stjórn Prýðifélagsins Skjaldar hvetur alla íbúa Skerjafjarðar til að mæta og taka þátt í að hafa áhrif á hverfið okkar; umverfið hér í kring, umferðarmálin, hverfishátíðirnar, félagslífið og allt hitt sem gerir gott hverfi enn betra.

Verið velkomin,
hlökkum til að sjá ykkur

Eggert Benedikt, formaður
Ívar, ritari
Ásta Lára, gjaldkeri
Arnar, ritstjóri
Magga, meðstjórnandi
Sigga Ragna, meðstjórnandi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Prýðifélagið Skjöldur Skerjafirði

Íbúasamtök Skerjafjarðar

Prýðifélagið

Prýðifélagið Skjöldur, Skerjafjordur

er samtök íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8140350
  • P8140354
  • P8140353
  • P8140348
  • P8140346

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband