Árvekni gegn innbrotum - Hvatt til nágrannavörslu

Íbúar í Skerjafirði eru hvattir til öflugrar nágrannavörslu vegna innbrota að undanförnu. Gætið að ferðum gangandi fólks eða ökutækja sem virðast í könnunarleiðöngrum um hverfið og skráið niður bílnúmer og lýsingu. Stjórn Prýðifélagsins hyggst beita sér sérstaklega í öryggismálum hverfisins og óska eftir fundi með lögreglu og borgaryfirvöldum vegna þeirra. Fundurinn verður kynntur síðar.

Íbúar geta sjálfir gripið til margvíslegra ráða til að verjast innbrotum. Mikilvægast er að nágrannar líti eftir húsum hvers annars og að allir punkti hjá sér grunsamlegar ferðir, dagsetningu, tíma, staðsetningu, örstutta lýsingu eða bílnúmer. Slíkum punktum má koma á framfæri við ritara Skjaldar, Ívar Pálsson, í netfangið ip@sea.is, en hann mun sjá um að koma þeim áleiðis til réttra aðila. Rétt er að hafa í huga að innbrotin í Skerjafirði að undanförnu voru framin um miðjan dag. Telji fólk sig hafa rökstuddan grun um refsivert athæfi á ekki að hika við að hafa strax samband við 112 auk þess að halda til haga öllum upplýsingum sem gætu komið lögreglu að gagni síðar.

Aðrar sjálfsagðar öryggisráðstafanir eru að læsa húsum og loka vel gluggum og gæta þess að engin verðmæti á borð við fartölvur, myndavélar eða slíkt blasi við inn um glugga.

Þegar farið er í lengri ferðir þarf að passa að uppsafnaður póstur sé ekki sýnilegur. Gott er að biðja nágranna eða fjölskyldumeðlimi að ganga um húsið öðru hvoru, kveikja ljós og/eða leggja í stæði við húsið, tryggja að rusli sé hent í sorptunnur og áframsenda símtöl í heimanúmer í annan síma þannig að svarað sé í heimasímann.

Ekkert af þessu er dýrt eða flókið í framkvæmd en getur skipt miklu máli við að hindra innbrot.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Prýðifélagið Skjöldur Skerjafirði

Íbúasamtök Skerjafjarðar

Prýðifélagið

Prýðifélagið Skjöldur, Skerjafjordur

er samtök íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • P8140350
  • P8140354
  • P8140353
  • P8140348
  • P8140346

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband