Hrátt egg og sykurmoli - þáttur um Bauganes

Í þætti Jökuls Jakobssonar, Gatan mín, á Rás 1 laugardaginn 7. febrúar (og aftur 10. febrúar) sagði Jónas Jónasson dagskrárfulltrúi frá Baugsvegi (sem nú heitir Bauganes) þar sem hann ólst upp. Þátturinn var áður fluttur í útvarpi 26. júlí 1970.
 
Jónas segir frá húsunum við Baugsveg og segir sögur af íbúunum þeirra, frá búinu að Reynisstöðum, flugvellinum, stríðsárunum í Skerjafirði og strákapörum drengjanna í hverfinu. Þegar þeir voru uppteknir að leika sér í fjörunni og gáfu sér ekki tíma til að fara heim í hádegismat stálust þeir stundum í hrá egg úr hæsnahúsi móður Jónasar og átu sykurmola með. Hægt er að hlusta á þáttinn á vef RÚV til 24. febrúar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Prýðifélagið Skjöldur Skerjafirði

Íbúasamtök Skerjafjarðar

Prýðifélagið

Prýðifélagið Skjöldur, Skerjafjordur

er samtök íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • P8140350
  • P8140354
  • P8140353
  • P8140348
  • P8140346

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband