Fundargerð stjórnar 4. maí

Stjórnarfundur Prýðifélagsins Skjaldar
Þriðjudaginn 4. maí 2009
kl.: 20:30 hjá Ásdísi

Mætt: Ásdís, Harpa, Ottó, Fannar og Kaya

1. Græna svæðið. Ljúka þarf vinnu við þarfagreiningu græna svæðisins milli Bauganess og Skildinganess. Eggert tekur að sér að finna fyrsta mögulega fundartíma með Sigríði Rögnu Sigurðardóttur sem situr í hverfisráði Vesturbæjar. Stjórnin ræðir við hana um hvaða rétt og úrræði hverfið á tilkall til varðandi framkvæmdir á græna svæðinu. Tillaga stjórnar að þarfagreiningu og vísir að kostnaðaráætlun þyrftu að vera tilbúin fyrir fundinn. Stjórnarmeðlimir eru sammála um að svæðið skuli hafa fjölbreytt notagildi fyrir alla aldurshópa allan ársins hring. Ottó tekur að sér að taka myndir á sambærilegum svæðum til viðmiðunar. Eftirfarandi hugmyndir hafa komið fram:

  • - Tenging milli Skógarrólós og græna svæðisins, t.d. göngustígur og bogabrú.
  • - Malbikaður og upplýstur göngustígur milli Bauganess og Skildinganess.
  • - Lágir veggir sem mynda útlínur lítils húss með borðum og stólum fyrir börnin.
  • - Trébekkir með áföstum borðum fyrir börn og fullorðna.
  • - Svæði til að tjalda veislutjaldi hverfishátíðarinnar.
  • - Hlaðið útikolagrill fyrir sumarhátíð og fleiri viðburði.
  • - Hóll til að brjóta svæðið upp og nýta sem sleðabrekku á veturna.
  • - Stór steypt rör í kross fyrir börnin að skríða í gegnum.
  • - Staður fyrir upplýst jólatré.
  • - Staður fyrir flaggstöng.
  • - Aðgengi að rafmagni, t.d. fyrir hoppkastala, lýsingu í jólatré o.fl.
  • - Leikfimistæki úr tré fyrir börn og fullorðna, líkt og í Öskjuhlíðinni.

2. Drög að loftlagsmálum. Eygerður Margrétardóttir, framkvæmdastýra Staðardagskrár 21 hjá Reykjavíkurborg, sendi stjórninni ósk um umsögn um aðgerðaráætlun í loftlags- og loftgæðamálum Reykjavíkurborgar. Umsögn var send 31. mars sl. (sjá fskj. neðst í færslunni).

3. Ruslagámur. Ottó ber upp tillögu um að settur verði upp ruslagámur í hverfið undir garðúrgang íbúa, t.d. eina helgi í maí. Hann tekur að sér að ræða málið við umsjónarmenn á Hverfastöðinni við Njarðargötu.

4. Önnur mál

Bréf frá Öryggismiðstöðinni. Stjórninni barst tölvuskeyti frá Auði Lilju Davíðsdóttur, starfsmanni Öryggismiðstöðvar Íslands, þar sem hún óskar eftir fundi með stjórninni til að ræða öryggismál íbúa Skerjafjarðar. Ásdís hefur samband við Auði Lilju og kallar eftir nánari útskýringum.

Sumarhátíðin. Ákveðið að halda sumarhátíð Skerjafjarðar 20. júní nk. og hefja undirbúning og skipulagningu hið fyrsta.

Jónuróló. Dregist hefur að koma upp merki á leikvellinum. Eggert sér um að koma því í kring svo fljótt sem verða má.

5. Næsti fundur verður hjá Kayu 26. maí kl. 20:30.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 22:15.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Prýðifélagið Skjöldur Skerjafirði

Íbúasamtök Skerjafjarðar

Prýðifélagið

Prýðifélagið Skjöldur, Skerjafjordur

er samtök íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P8140350
  • P8140354
  • P8140353
  • P8140348
  • P8140346

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband